19. Mar

Vísó til Gallup!

Birt þann 19. Mar. 2018 - Lárus Jón Thorarensen

Svaka stuð, geggjuð kynning, >>> Gerjaðar veigar <<< , pub-quiz sleggja og mikið gaman!

Við fáum 23 sæti og hefst vísó að slaginu 17:00 að Álfheimum 74

12. Mar

Vísó í Íslandsbanka + partý!

Birt þann 12. Mar. 2018 - Lárus Jón Thorarensen

Heilagur Nikulás hvað föstudagurinn verður geggjaður!!!

Við byrjum á HUGE ASS vísó til Íslandsbanka þar sem við verðum með heil 58 sæti! Ferðin hefst kl. 17:30 að Norðurturni við Smáralind, á þriðju hæð, sem eru höfuðstöðvar þeirra.

Beint eftir vísó verður í boði rúta yfir í sturlað partý með Mágus í Gróttusalnum (sama og sálfræðileikarnir... sem að sjálfsögðu við rústuðum!) og verður Animu hjólið góða að sjálfsögðu tilstaðar ásamt annari stórskemmtilegri skemmtun. Event í Animu/Mágus partý! (https://www.facebook.com/events/152525132230112/)

Ekki láta þessa miklu veislu framhjá ykkur fara!

7. Mar

Vísó í SATÍS!

Birt þann 7. Mar. 2018 - Hafsteinn Ragnarsson

Til að fylgja eftir geggjuðum laugardegi verður farið í vísó til SATÍS. Þetta beintengist náminu ykkar, þar sem þetta eru samtök um atferlisgreiningu á Íslandi. Við bjóðum uppá 28 sæti. Mæting er kl. 17:00 í húsnæði Café Meskí að Fákafeni 9.

Ps. No joke! Þetta er geggjað fyrir námsþyrsta (og aðra þyrsta)!

20. Feb

Vísó í Íslenska erfðagreiningu!

Birt þann 20. Feb. 2018 - Lárus Jón Thorarensen

Já fínt! Já sæll!

Vísó núna næstkomandi fössara verður í Íslenska erfðagreiningu og því miður verða bara 23 sæti í þessa áhugaverðu vísó. Mæting er kl 16:00 í Íslenska erfðagreiningu við Sturlugötu 8. Boðið verður uppá veitingar og þvagprufur... Eða bara veitingar og frábært tækifæri til að kynna sér starfsemi þeirra betur!

P.s. Þetta er geggjað til að fylgja eftir góðum mafs sigri síðustu helgi á HR!

13. Feb

Vísó í Vífilfell!

Birt þann 13. Feb. 2018 - Lárus Jón Thorarensen

Sæl og blessuð öll sömul! ÞVÍLÍKUR fössari sem er framundan. Fyrst ætlum við í vísó í Vífilfell útá Ægisgarði klukkan 17:00, þar verðum við með 23 sæti!

Strax í kjölfarið förum við í veislusal Gróttu á Seltjarnarnesi og ætlum að keppa við sálfræðikollega okkar úr HR í hinum árlegu Sálfræðileikum. Við erum ríkjandi meistarar og því þurfum við að taka á honum stóra okkar til að halda titlinum.