18. Okt

Vísindaferð í GOmobile!

Birt þann 18. Okt. 2016 - Pétur Andri Ólafsson

Vísindaferð vikunnar er, myndi ég persónulega segja, í betri kantinum! GoMobile!!!

Ok ég veit ekki með ykkur, en stjórnin heldur varla vatni yfir þessari vísindaferð og getið því búist við mikilli samkeppni frá okkur! Það eru heil 58 SÆTI í boði, shit, svo fjölmennt! Ferðin er líka bókstaflega eins miðsvæðis og það gerist! Austurstræti 12 ef á að vera nákvæm/ur.

Ok spörum þetta Pepp fyrir föstudaginn og rokkum þetta.

16. Okt

HEILÓVÍN!

Birt þann 16. Okt. 2016 - Pétur Andri Ólafsson

HEILÓ VÍN HEILÓ VÍN HEILÓ VÍN!

Yo! Hér er skráning í eitt stærsta partí annarinnar, HEILÓ VÍN! En það er sameiginlegt Halloween partí heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Við erum fáránlega spennt því þetta er að sjálfsögðu búningapartí OG það verða verðlaun í boði fyrir bestu búningana.

Það er samt EIN regla…

….og það er að mæta EKKI í neinum búningum sem eru námstengdir, þannig öll ykkar sem ætlið að mæta sem Freud eða einhverjar tilraunarottur so sorry :( Partíið verður haldið á Hendrix og það mun kosta 1500kr inn! En 2500 kr fyrir þau sem eru ekki skráð í Animu!

Það má borga með millifærslu á reikning Animu með skýringunni HEILÓVÍN! Reikningsnúmer: 0311-26-001993 Kennitala: 590991-1559

Þau sem eru ekki skráð í Animu geta sent tölvupóst á anima@hi.is með skráningu þar sem fram þarf að koma nafn einstaklings!

12. Okt

Smáratívolí!!!

Birt þann 12. Okt. 2016 - Pétur Andri Ólafsson

Ha? Sagði einhver vísó?!

Á föstudaginn kl 20:00 verður förinni haldið í SmáraTívólí!

Þar verður stanslaust stuð í 2 tíma og fáum við að hlaupa um svæðið og endurupplifa okkar æsku og innri nörd (+1 frír bjór og mega næs tilboð á barnum). Stuðið heldur svo áfram á okkar ástkæra heimabar Austur. Eins og áður, ef ykkur langar í far þá kostar það litlar 350 krónur Skráning verður, eins og alltaf, stundvíslega kl 12:00 á anima.hi.is og verða 28 sæti í boði í þessa veislu!!

Ekki láta ykkur vanta í þessu frábæru ferð, sjáumst ofurhress!!

4. Okt

Vísindaferð í Neyðarlínuna

Birt þann 4. Okt. 2016 - Pétur Andri Ólafsson

Jæja kiddos! Hvað segiði, vísó á föstudaginn?!

Núna 7. október verður ferðinni heitið í Neyðarlinuna 112! Þetta er æðislega spennandi og fræðandi vísindaferð sem leyfir okkur að rýna í starfsemi einnar mikilvægustu þjónustu sem finnst á landinu!

Mæting er í Skógarhlíð 14, kl 17:30 og lýkur ferðinni kl 19:30. Eftir það förum við öll saman á okkar ástkæra heimabar AUSTUR.

Hlökkum til að sjá ykkur!!

26. Sept

Óvissuferð Animu

Birt þann 26. Sept. 2016 - Pétur Andri Ólafsson

ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ!

Komið að hverju?!

NÚ ÓVISSUFERÐ ANIMU!

Á laugardaginn 1 október höldum við uppi óvissudagskrá frá kl 9 á morgni til 9 um kvöldið! 12 FOKKING TÍMAR AF MADNESS.

Verð: Animumeðlimir: 5.000 kr (ganga fyrir) --- óAnimumeðlimir: 6.000 kr Hafið í huga að þetta verð inniheldur mat, áfengi og endalausa skemmtun!

Mæting verður á Háskólatorgi stundvíslega! Frábær leið til að losa sig undan stressi Almennu prófsins sem er á föstudaginn!

SJÁUMST Í STUÐI!

KV ANIMA