18. Okt

Heilóvín!!!

Birt þann 18. Okt. 2017 - Lárus Jón Thorarensen

Skráning í einn eftirminnilegasta viðburð síðasta árs hefst á föstudaginn (20. okt.) klukkan 12:00. Við fáum einungis 65 sæti, svo það er eins gott að þið hafið hraðar hendur eða þið eigið í hættu á að missa af þessari veislu! Vonandi eru allir farnir að skoða búninga! Viðburðurinn er á föstudaginn 27. október á SPOT í Kópavogi og er verðið 1500 kr. fyrir besta búningapartý ársins! Við verðum með fleiri nemendafélögum á borð við: Curator, Flog, Hnallþóru, Tinktúra og Virtus.

Það verður búningakeppni og eru veitt verðlaun fyrir besta búning, versta búning, frumlegasta búning og besta hópbúninginn! <<< Við minnum á að það er bannað að koma í búning tengdum námi á heilbrigðisvísindasviði.>>>

P.s. Nemendafélögin ætla að bjóða uppá frían bjór á meðan birgðir endast! Ef þú missir af því, engar áhyggjur! Það verða geggjuð tilboð á barnum!

16. Okt

Vísindaferð til Lava Cheese!

Birt þann 16. Okt. 2017 - Lárus Jón Thorarensen

Á föstudaginn ætlum við svo að kíkja á Lava Cheese. En fyrir þá sem ekki vita er þar framleitt OSTASNAKK! Ekki snakk með ostabragði heldur snakk úr osti! Hugmyndin á bakvið fyrirtækið er mjög skemmtileg og því er vissara að láta þetta ekki framhjá sér fara!

Sú vísó er klukkan 17:00 á föstudaginn í Íslenska sjávarklasanum, Grandagarði 16. Skráning í þessa vísó hefst klukkan 12:00 á miðvikudag og í henni verða 28 sæti í boði.

16. Okt

Vísindaferð til Vinstri grænna 19. okt!

Birt þann 16. Okt. 2017 - Lárus Jón Thorarensen

Á fimmtudaginn klukkan 17:00 ætlum við að kíkja á Vinstri græn í kosningamiðstöðinni þeirra sem er í Þingholtsstræti 27. Þar taka þau örstutta kynningu á þeirra málum fyrir næstu kosningar og bjóða okkur auðvitað einnig að svala þorstanum. Skráning í þessa vísó hefst klukkan 12:00 á þriðjudag og í henni verða 20 sæti.

10. Okt

Vísindaferð til Sjálfstæðisflokksins

Birt þann 10. Okt. 2017 - Lárus Jón Thorarensen

Nú er förinni heitið til Sjálfstæðisflokksins sem ætla að kynna fyrir okkur starfsemi sína. Tekið verður á móti okkur að Hlíðarsmára 19, 3. hæð klukkan 17:00 núna föstudaginn 13 október. Skráning hefst á slaginu 12:00 miðvikudaginn 11. október.

P.S. Þið sem eruð á fyrsta ári og viljið fara í vísó, þið getið skráð ykkur og mætt bara örlítið of seint.

P.S.S. Hver veit nema að Bjarni taki okkur í einkakennslu í bakstri á dýrindis köku!

6. Okt

Óvissuferð Animu 14. okt!

Birt þann 6. Okt. 2017 - Lárus Jón Thorarensen

VÁ! Þá er komið að því, einn eftirminnilegasti viðburður skólaársins eða svona mis eftirminnilegur fyrir fólk. En það er þó alltaf gaman! Óvissuferðin verður laugardaginn 14.október. Dagurinn hefst 9:30 að morgni og endar á miklu djammi í down town REYKJAVÍK!

Upplýsingar um verð koma fljótlega inn en það verður mjög hagstætt miðað við alla þá skemmtun sem troðið verður inn í þennan dag!

P.S. Þemað er "WHITE TRASH".