21. Mar

Vísó í Arionbanka!

Birt þann 21. Mar. 2017 - Pétur Andri Ólafsson

Vísindaferð þessarar viku er ekki af verri endanum.

Förinni er heitið í Arion banka föstudaginn 24. mars og svo virðist sem þau ætli ekki að spara gamanið. Í boði verða veitingar og eftir það verður svo Pub Quiz og leynigestur.

í boði eru 28 sæti og er mæting kl 17:00 í höfustöðvar Arionbanka, Borgartúni 19

Þetta er ein af flottustu vísindaferðum skólaársins svo það er um að gera að láta þessa ekki framhjá sér fara!

20. Mar

Vísindaferð í Unicef á Íslandi

Birt þann 20. Mar. 2017 - Pétur Andri Ólafsson

Á fimmtudaginn verður boðið upp á kynningu á starfsemi Unicef á Íslandi. Það ber að nefna að þetta er áfengislaus kynning en áhugaverð samt sem áður.

Mæting er á Laugavegi 176, 5. hæð.

13. Mar

Vísó í SATÍS

Birt þann 13. Mar. 2017 - Pétur Andri Ólafsson

Sælir kæru sálfræðinemar,

Takk kærlega fyrir okkur, þetta var ein sjóðandi heit árshátíð! Stuðið er samt ekki búið því á föstudaginn ætlum við í vísindaferð í SATÍS, Samtök um atferlisgreiningu á Íslandi.

Skráning fer fram að vana á Anima.hi.is á miðvikudaginn kl. 12:00 og verða 18 sæti í boði.

Mæting er kl 17:00 í Bankastræti 7a, á efri hæðinni á Sólon.

28. Feb

Vísindaferð í Ölgerðina

Birt þann 28. Feb. 2017 - Pétur Andri Ólafsson

Anima ætlar að halda uppi stemningunni sem hefur verið með því að bjóða 38 ykkar í Ölgerðina! Það er alltaf mikil veisla þegar Ölgerðin býður í heimsókn og verður þetta engin undantekning!

Ferðin er í höfuðstöðvar Ölgerðarinnar á Grjóthálsi 7-11 og er um að gera að mæta tímanlega fyrir kl 17.

Skráning hefst á miðvikudaginn kl 12 á heimasíðu Animu. Hlökkum til að sjá ykkur!

21. Feb

Vísindaferð í Símann!

Birt þann 21. Feb. 2017 - Pétur Andri Ólafsson

Núna á föstudaginn verður ein stærsta vísindaferð skólaársins, við ætlum að kíkja í heimsókn til Símans!

Byrjað verður á stuttri kynningu á Símanum og Þrennu, eftir það er hægt að skella sér í Þrennupong, lukkuhjólið eða einfaldlega gæða sér á veitingum og fljótandi veigum. Einnig mun eiga sér stað græjukynning þar sem þið getið prófað alls kyns vörur.

DJ Benni B-Ruff mun síðan halda uppi stuðinu og sjá til þess að allir njóti sín :D

Í boði eru 48 sæti og er mæting kl 17:00 í höfuðstöðvar Símans í Ármúla 25 :) og eins og alltaf er skráning á miðvikudaginn kl 12:00!