5. Maí

SÍÐASTA VÍSÓ ANNARINNAR (for real this time) verður hjá Samfylkingunni!! Upphitun fyrir próflokapartý aldarinnar!!!

Birt þann 5. Maí. 2018 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

Þið hélduð kannski að allar vísindaferðir þessarar annar væru búnar, en örvæntið ekki - það bættist ein við í hópinn! Þann 9. maí næstkomandi ætlar Samfylkingin að kynna fyrir okkur starfsemi sína og á sama tíma sýna okkur nýja kosningarstöð þeirra. Heyrst hefur að það verða léttar veitingar (wink) og mikil skemmtun á staðnum!

Vísó hefst kl. 17:00 og er á Hverfisgötu 32 (hinum megin við götuna þar sem síðasti aðalfundur Animu var haldinn) og fáum við heil 28 sæti. Skráning hefst á mánudaginn 7. maí á slaginu 12.

Að vísindaferð lokinni er förinni svo heitið í próflokapartý ANIMU sem er haldið á heimabarnum okkar Tivoli, og þar verður ískaldur bjór á kút í tilefni prófloka og sumarfrís - það verður hreint út sagt SVAKA STUÐ!

3. Apr

Síðasta vísó verður hjá Pipar!..... Ekki Clickbait! FRÍ PIZZA+Sommersby í þessari frétt!!!

Birt þann 3. Apr. 2018 - Lárus Jón Thorarensen

Jææææja, Það er nú bara þannig! Nú er komið að síðustu vísindaferðinni þennan veturinn og fáum við 40 sæti til þessarar helluðu auglýsingastofu sem ætlar að kynna okkur fyrir starfsemi sinni og væta kverkar okkar með áfengum veigum. Heyrst hefur að boðið verði uppá snakk og vogaídýfu ef hlustað er á stuttan ritningarlestur!

Vísó hefst kl 17:00 að Guðrúnartúni 8, 105 Reykjavík! Beint eftir vísó röltum (mjög stutt!) við á Hverfisgötu 33, þar sem Anima heldur kosningarnar í ár fyrir stjórn næsta árs. Þar munum við bjóða ykkur uppá >>> FRÍA PIZZU+SOMMERSBY <<< fyrir að taka þátt í þessu hreint út sagt magnaða skólaári með okkur!!

19. Mar

Vísó til Gallup!

Birt þann 19. Mar. 2018 - Lárus Jón Thorarensen

Svaka stuð, geggjuð kynning, >>> Gerjaðar veigar <<< , pub-quiz sleggja og mikið gaman!

Við fáum 23 sæti og hefst vísó að slaginu 17:00 að Álfheimum 74

12. Mar

Vísó í Íslandsbanka + partý!

Birt þann 12. Mar. 2018 - Lárus Jón Thorarensen

Heilagur Nikulás hvað föstudagurinn verður geggjaður!!!

Við byrjum á HUGE ASS vísó til Íslandsbanka þar sem við verðum með heil 58 sæti! Ferðin hefst kl. 17:30 að Norðurturni við Smáralind, á þriðju hæð, sem eru höfuðstöðvar þeirra.

Beint eftir vísó verður í boði rúta yfir í sturlað partý með Mágus í Gróttusalnum (sama og sálfræðileikarnir... sem að sjálfsögðu við rústuðum!) og verður Animu hjólið góða að sjálfsögðu tilstaðar ásamt annari stórskemmtilegri skemmtun. Event í Animu/Mágus partý! (https://www.facebook.com/events/152525132230112/)

Ekki láta þessa miklu veislu framhjá ykkur fara!

7. Mar

Vísó í SATÍS!

Birt þann 7. Mar. 2018 - Hafsteinn Ragnarsson

Til að fylgja eftir geggjuðum laugardegi verður farið í vísó til SATÍS. Þetta beintengist náminu ykkar, þar sem þetta eru samtök um atferlisgreiningu á Íslandi. Við bjóðum uppá 28 sæti. Mæting er kl. 17:00 í húsnæði Café Meskí að Fákafeni 9.

Ps. No joke! Þetta er geggjað fyrir námsþyrsta (og aðra þyrsta)!