10. Jan

Vísindaferð í CCP!

Birt þann 10. Jan. 2017 - Pétur Andri Ólafsson

Komiði sæl elsku sálfræðinemar og verið velkomin aftur í skólann :)

Í fyrstu vísindaferð vormisseris munum við kíkja til tölvuleikjarisans CCP! Í heimsókn okkar munum við fá góða innsýn í heim tölvuleikjaframleiðanda og er þetta virkilega skemmtileg ferð fyrir þá sem sem hafa áhuga á tölvuleikjum, gervigreind og þeirri snilld sem er EVE. CCP býður upp á mjög fræðandi og áhugaverða vísindaferð og gera þeir alltaf vel við sína gesti!

Í boði eru 38 sæti og munum við fara með 10 skemmtilegum einstaklingum úr Flog, félag lífeinda- og geislafræðinema!

Mæting er á föstudaginn kl 15:00 í Grandagarð 8, 101 Reykjavík, og lýkur ferðinni kl 17:00

15. Nóv

Skíða- og Menningarferð til Akureyrar!

Birt þann 15. Nóv. 2016 - Pétur Andri Ólafsson

Já góðan daginn góðan daginn!

Við í samstarfi við FLOG (Félag lífeinda- og geislafræðinema) erum í óðaönn að skipuleggja skíða- og menningarferð á Akureyri núna í febrúar á næsta ári.

Ferðin verður 3.-5. febrúar. Lagt af stað á föstudegi og komið heim um kvöld á sunnudegi. Gist verður á gistiheimilinu Gulu Villuna, farið verður í vísindaferð á föstudegi og á laugardegi ásamt því að fólk er að sjálfsögðu hvatt til að skella sér í fjallið. Verð er enn þá óljóst en verður ekki yfir 15.000.- kr fyrir helgina (innifalið í því er gisting, rútan og vísindaferðir, kvöldmatur á föstudagskvöldinu og partí á laugardagskvöldinu).

Við viljum bjóða hér upp á forskráningu í gistiplássin og munu þau sem eru skráð hafa forgang í rútuna. Athugið að formleg skráning verður í byrjun janúar þar sem fólk verður beðið um að greiða staðfestingargjald.

8. Nóv

Vísindaferð í Vífilfell

Birt þann 8. Nóv. 2016 - Pétur Andri Ólafsson

Föstudagurinn! Hvernig ætlum við eiginlega að toppa ruglaða ferð í Pipar, og það var fimmtudagur?!

Jú, við ætlum í heimsókn í Vífilfell!

28 sæti verða í boði þar og guð verið fljót að skrá ykkur í hana þar sem þetta er ein flott vísó! Hún verður farin með öðrum nemendafélögum og verður því fjölmenn!

Mæting er kl 17:00 í Ægisgarð sem er staðsettur úti á Granda við Reykjavíkurhöfn eða Eyjarslóð 5, 101 Reykjavík nákvæmlega, ferðinni lýkur síðan kl 19:00

Hlökkum alltof mikið til að sjá ykkur!

7. Nóv

Vísindaferð í Pipar/Tbwa

Birt þann 7. Nóv. 2016 - Sigþór Ási Þórðarson

Við ætlum að byrja vikuna á fimmtudaginn með 30 manna vísindaferð (með möguleika á fleiri sætum) á auglýsingastofuna PIPAR TBWA!

Ferðin hefst kl 17:00! Í húsnæði Pipar/Tbwa í Guðrúnartúni, 105 Reykjavík (rétt hjá Hlemmi).

Þetta er ein stærsta auglýsingastofa landsins og verður úber áhugaverð ferð, sérstaklega fyrir þau ykkar sem hafið áhuga á auglýsingasálfræði eða á starfsemi auglýsingastofa!

Athugið! Skráning lýkur á fimmtudaginn kl. 12:00

1. Nóv

Vísindaferð í Dale Carnegie!

Birt þann 1. Nóv. 2016 - Pétur Andri Ólafsson

Við erum með eitt stykki flotta vísindaferð fyrir ykkur núna á föstudaginn!

DALE CARNEGIE! Já við erum að fara að kíkja i heimsókn til fólks sem bókstaflega vinna sem pepparar! Fyrir ykkur sem þekkja ekki til Dale Carnegie, þá eru þau leiðandi fyrirtæki í þjálfun á starfsfólki víðsvegar í heiminum! Viltu vinna í sjálfstrausti i vinnu? Dale, viltu efla leiðtogahæfileika? Dale! Þetta er án efa hin merkilegasta vísindaferð, og ekki skemmir að við fáum að smakka á veitingum á meðan við fáum að kynnast þessu flotta fólki og fyrirtæki!

Það komast 28 manns að í ferðina og verður hún kl 18-20 upp í Ármúla 11 á 3 hæð!