23. Nóv

Logi

Birt þann 23. Nóv. 2016 - Pétur Andri Ólafsson

Jæja gott fólk, nú er komið að síðustu vísindaferðinni fyrir jól.

Förinni er heitið í Loga, en það er laufléttur og frjálslegur spjallþáttur í beinni á hverju föstudagskvöldi. Lagt er upp með að þátturinn sé skemmtilegur og hafi upp á að bjóða skemmtilega viðmælendur, fjölbreytta tónlist og áhugaverðar uppákomur.

Það verða 25 sæti í boði og er mæting 18:30 að Krókhálsi 6, studio 6.

Um að gera að líta aðeins upp frá bókunum og skella sér!

15. Nóv

Vísó hjá Sálfræðingunum

Birt þann 15. Nóv. 2016 - Pétur Andri Ólafsson

Sæl Kiddos :D

Takk æðislega fyrir double-vísó vikuna sem var að líða!

Við ætlum að ná okkur aðeins niður eftir svona mikla viku og fara í eina litla og þægilega heimsókn á stofuna Sálfræðingarnir! Þessi heimsókn er án efa ein af fáum ferðum sem gefur okkur ótrúlega innsýn inn í starfsemi íslenskra sálfræðinga og ætti að vera mjög fræðandi! Það verða 18 sæti í boði og mælum við með þessari fyrir alla! (þurfið að hafa hraðar hendur)

Mæting er í Lyngháls 9, ferðin verður frá 17:30 til 19:00

Sjáumst hress og kát!

15. Nóv

Skíða- og Menningarferð til Akureyrar!

Birt þann 15. Nóv. 2016 - Pétur Andri Ólafsson

Já góðan daginn góðan daginn!

Við í samstarfi við FLOG (Félag lífeinda- og geislafræðinema) erum í óðaönn að skipuleggja skíða- og menningarferð á Akureyri núna í febrúar á næsta ári.

Ferðin verður 3.-5. febrúar. Lagt af stað á föstudegi og komið heim um kvöld á sunnudegi. Gist verður á gistiheimilinu Gulu Villuna, farið verður í vísindaferð á föstudegi og á laugardegi ásamt því að fólk er að sjálfsögðu hvatt til að skella sér í fjallið. Verð er enn þá óljóst en verður ekki yfir 15.000.- kr fyrir helgina (innifalið í því er gisting, rútan og vísindaferðir, kvöldmatur á föstudagskvöldinu og partí á laugardagskvöldinu).

Við viljum bjóða hér upp á forskráningu í gistiplássin og munu þau sem eru skráð hafa forgang í rútuna. Athugið að formleg skráning verður í byrjun janúar þar sem fólk verður beðið um að greiða staðfestingargjald.

8. Nóv

Vísindaferð í Vífilfell

Birt þann 8. Nóv. 2016 - Pétur Andri Ólafsson

Föstudagurinn! Hvernig ætlum við eiginlega að toppa ruglaða ferð í Pipar, og það var fimmtudagur?!

Jú, við ætlum í heimsókn í Vífilfell!

28 sæti verða í boði þar og guð verið fljót að skrá ykkur í hana þar sem þetta er ein flott vísó! Hún verður farin með öðrum nemendafélögum og verður því fjölmenn!

Mæting er kl 17:00 í Ægisgarð sem er staðsettur úti á Granda við Reykjavíkurhöfn eða Eyjarslóð 5, 101 Reykjavík nákvæmlega, ferðinni lýkur síðan kl 19:00

Hlökkum alltof mikið til að sjá ykkur!

7. Nóv

Vísindaferð í Pipar/Tbwa

Birt þann 7. Nóv. 2016 - Sigþór Ási Þórðarson

Við ætlum að byrja vikuna á fimmtudaginn með 30 manna vísindaferð (með möguleika á fleiri sætum) á auglýsingastofuna PIPAR TBWA!

Ferðin hefst kl 17:00! Í húsnæði Pipar/Tbwa í Guðrúnartúni, 105 Reykjavík (rétt hjá Hlemmi).

Þetta er ein stærsta auglýsingastofa landsins og verður úber áhugaverð ferð, sérstaklega fyrir þau ykkar sem hafið áhuga á auglýsingasálfræði eða á starfsemi auglýsingastofa!

Athugið! Skráning lýkur á fimmtudaginn kl. 12:00