14. Feb

Vísindaferð til Advania!

Birt þann 14. Feb. 2017 - Pétur Andri Ólafsson

Sæl veriði yndislegu sálufélagar,

Eins og þið vitið verða Sálfræðileikarnir haldnir á föstudaginn (sem verður algjör klikkun!) en fyrir það ætlum við að hita upp með geðveikt skemmtilegri vísindaferð til Advania!!!

Það eru 38 sæti í boði fyrir þessa rosalegu ferð þannig þið þurfið að hafa hraðann á þegar skráning hefst á miðvikudaginn kl 12:00.

Við munum deila þessari ferð með Mentes – sálfræðinemum úr háskólanum í reykjavík :'( en það er allt í góðu, við nýtum bara tímann til þess að taka þau á taugum fyrir komandi keppni ;)

Mæting er kl 16:45 í Guðrúnartún 10, það er mikilvægt að þið mætið tímanlega vegna þess að það þykir gríðarlegt vesen að opna hurðina eftir kl 17:00!

Sjáumst eiturhress á föstudaginn, ÁFRAM ANIMA!!!!

6. Feb

Vísindaferð í Íslenska Erfðagreiningu

Birt þann 6. Feb. 2017 - Pétur Andri Ólafsson

Kæru sálfræðinemar,

Vegna mikillar eftirspurnar erum við hjá Animu búin að skipuleggja fróðlega og skemmtilega vísindaferð í Íslenska Erfðagreiningu, en það er líftæknifyrirtæki sem þróar lyf við mörgum alvarlegustu sjúkdómum samtímans. Þetta er frábært tækifæri til að kynnast atvinnu sem tengist taugasálfræði og lífeðlissálfræði.

Vísindaferðin verður á föstudaginn og eru 28 sæti í boði! Mæting er kl. 16:00 á Sturlugötu 8 og lýkur ferðinni kl 18:00.

Hlökkum til að sjá ykkur! :D

26. Jan

Vísó í Hvíta Húsið!

Birt þann 26. Jan. 2017 - Pétur Andri Ólafsson

GLEÐI FREGNIR KÆRU NEMENDUR

Muniði næsta föstudag þegar það átti ekki að vera vísindaferð?? THINK AGAIN

Hvíta húsið hafði samband við okkur og vilja endilega bjóða 30 af okkar topp fólk til að kíkja til sín í vísindaferð núna föstudaginn 27 janúar!

Hvíta Húsið er auglýsingaskrifstofa sem var stofnuð árið 1961 og er staðsett við Brautarholt 8 í Reykjavík. Þau hafa tekið að sér alskonar verkefni í kringum árin stór sem smá. Í ár eru þau til dæmis með styrktarherfarð fyrir krabbameinsfélagið Kraft og sjást veggspjöld frá þeim á víð og dreif um háskólasvæðið.

Ferðin er næstkomandi föstudag þann 27 Janúar frá klukkan 16:00-18:00 á Brautarholti 8.

10. Jan

Vísindaferð í CCP!

Birt þann 10. Jan. 2017 - Pétur Andri Ólafsson

Komiði sæl elsku sálfræðinemar og verið velkomin aftur í skólann :)

Í fyrstu vísindaferð vormisseris munum við kíkja til tölvuleikjarisans CCP! Í heimsókn okkar munum við fá góða innsýn í heim tölvuleikjaframleiðanda og er þetta virkilega skemmtileg ferð fyrir þá sem sem hafa áhuga á tölvuleikjum, gervigreind og þeirri snilld sem er EVE. CCP býður upp á mjög fræðandi og áhugaverða vísindaferð og gera þeir alltaf vel við sína gesti!

Í boði eru 38 sæti og munum við fara með 10 skemmtilegum einstaklingum úr Flog, félag lífeinda- og geislafræðinema!

Mæting er á föstudaginn kl 15:00 í Grandagarð 8, 101 Reykjavík, og lýkur ferðinni kl 17:00

15. Nóv

Skíða- og Menningarferð til Akureyrar!

Birt þann 15. Nóv. 2016 - Pétur Andri Ólafsson

Já góðan daginn góðan daginn!

Við í samstarfi við FLOG (Félag lífeinda- og geislafræðinema) erum í óðaönn að skipuleggja skíða- og menningarferð á Akureyri núna í febrúar á næsta ári.

Ferðin verður 3.-5. febrúar. Lagt af stað á föstudegi og komið heim um kvöld á sunnudegi. Gist verður á gistiheimilinu Gulu Villuna, farið verður í vísindaferð á föstudegi og á laugardegi ásamt því að fólk er að sjálfsögðu hvatt til að skella sér í fjallið. Verð er enn þá óljóst en verður ekki yfir 15.000.- kr fyrir helgina (innifalið í því er gisting, rútan og vísindaferðir, kvöldmatur á föstudagskvöldinu og partí á laugardagskvöldinu).

Við viljum bjóða hér upp á forskráningu í gistiplássin og munu þau sem eru skráð hafa forgang í rútuna. Athugið að formleg skráning verður í byrjun janúar þar sem fólk verður beðið um að greiða staðfestingargjald.