20. Feb

Vísó í Íslenska erfðagreiningu!

Birt þann 20. Feb. 2018 - Lárus Jón Thorarensen

Já fínt! Já sæll!

Vísó núna næstkomandi fössara verður í Íslenska erfðagreiningu og því miður verða bara 23 sæti í þessa áhugaverðu vísó. Mæting er kl 16:00 í Íslenska erfðagreiningu við Sturlugötu 8. Boðið verður uppá veitingar og þvagprufur... Eða bara veitingar og frábært tækifæri til að kynna sér starfsemi þeirra betur!

P.s. Þetta er geggjað til að fylgja eftir góðum mafs sigri síðustu helgi á HR!

13. Feb

Vísó í Vífilfell!

Birt þann 13. Feb. 2018 - Lárus Jón Thorarensen

Sæl og blessuð öll sömul! ÞVÍLÍKUR fössari sem er framundan. Fyrst ætlum við í vísó í Vífilfell útá Ægisgarði klukkan 17:00, þar verðum við með 23 sæti!

Strax í kjölfarið förum við í veislusal Gróttu á Seltjarnarnesi og ætlum að keppa við sálfræðikollega okkar úr HR í hinum árlegu Sálfræðileikum. Við erum ríkjandi meistarar og því þurfum við að taka á honum stóra okkar til að halda titlinum.

5. Feb

Vísó til Q-Félags Hinsegin Stúdenta!

Birt þann 5. Feb. 2018 - Lárus Jón Thorarensen

Er'idda Gajol?! Það munum við aldrei vita, en við vitum að á föstudaginn verður vísindaferð!!

Í þetta skiptið er förinni heitið til Q-Félags Hinsegin Stúdenta. Þau ætla að bjóða okkur uppá bjór, pub-quiz og fræðslu á kynsegin málefnum í húsnæði þeirra, Suðurgötu 3. Sú stemmingin!!!

Líta má á þetta sem tækifæri til að fræðast meira um kynsegin málefni, og gefur þér verkfæri til að rökræða við Magga frænda í næsta matarboði, þann þröngsýna skrögg.

23. Jan

Vísó til Arion Banka!

Birt þann 23. Jan. 2018 - Lárus Jón Thorarensen

Núna á föstudaginn verður vísindaferð til Arion Banka í höfuðstöðvum þeirra að Borgartúni 19. Þetta hefur reynst afar skemmtileg vísindaferð síðustu skiptin og því mikil eftirspurn um sæti í hana. Við höfum eingöngu 18 sæti til að bjóða uppá í þetta skiptið og því um að gera að hafa hraðar hendur við skráningu!

Stuðið byrjar kl. 17:00 og boðið verður uppá kaffi, te og vatn... Eða kannski bara smá öl og gotterí!

16. Jan

Fyrsta vísó 2018 er til Sálfræðinganna!

Birt þann 16. Jan. 2018 - Lárus Jón Thorarensen

Sálfræðingarnir eru staðsettir í Lynghálsi 9. Þetta er þverfaglegt teymi sem hefur sett sér markmið að stuðla að almennri geðheilsu og vellíðan, bæði einstaklinga og vinnustaða. Teymið hefur sérþekkingu í sálmeinafræði barna, ungmenna og fullorðinna, áföllum og afleiðingum þeirra. Meira um þá er hægt að finna á hér.

Vísó hefst klukkan 17:30 að Lynghálsi 9 og eru einungis 25 sæti í boði í þessa vísindaferð sem hittir beintengist náminu. Svo ekki láta þetta framhjá þér fara!