6. Nóv

Vísó í Ölgerðina!

Birt þann 6. Nóv. 2017 - Lárus Jón Thorarensen

Þvílík veisla sem þetta verður á föstudaginn! Ölgerðin er ein stærsta og eftirsóknarverðasta vísindaferð síðustu ára. Við höfum einungis 48 sæti í boði og er mæting klukkan 17:00 í Grjótháls 7-11 (bygging Ölgerðarinnar). Engar áhyggjur, það verður nóg af ísköldum öllara og Meistari Jager verður á svæðinu til að efla félagsskapinn!

1. Nóv

Vísó til Securitas!!!

Birt þann 1. Nóv. 2017 - Lárus Jón Thorarensen

Því miður féll vísó til Dale Carnegie uppfyrir, en örvæntið ekki því við erum búin að plögga vísó til Securitas með Curator, félagi hjúkrunarfræðinema! Þau voru svo æðisleg að bjóða okkur 20 sæti!! Þetta verður svaka stuð!

Mæting er klukkan 17:00 í Skeifunni 8 á föstudag og að sjálfsögðu verður eitthvað í boði til að slökkva á þorsta viðstaddra. Bæði þorsta í fróðleik og í einn kaldann!

31. Okt

Vísindaferð til Dale Carnegie! (Féll uppfyrir!)

Birt þann 31. Okt. 2017 - Lárus Jón Thorarensen

Seinni hluti af svokölluðum "Double header" verður hjá Dale Carnegie í Ármúla 13 og hefst klukkan 17:30. Þetta er líka mjög spennandi vísó og gríðarlega góð til að brjóta aðeins ísinn og kynnast samnemendum sínum betur!

31. Okt

Vísindaferð í Geðhjálp

Birt þann 31. Okt. 2017 - Lárus Jón Thorarensen

Fyrri hluti af þessum "Double header" verður 15:00-17:00 í Borgartúni 30 hjá Geðhjálp. Þetta er gríðarlega áhugaverð vísindaferð fyrir þá sem vilja fræðast aðeins um atvinnu eftir námið! Við hvetjum ykkur eindregið í að láta þessa ekki framhjá ykkur fara!

Já, engar áhyggjur! Ef þið viljið líka fara í Dale Carnegie vísó, þá er hún beint á eftir þessa og nægur tími til að koma sér á milli staða!

18. Okt

Heilóvín!!!

Birt þann 18. Okt. 2017 - Lárus Jón Thorarensen

Skráning í einn eftirminnilegasta viðburð síðasta árs hefst á föstudaginn (20. okt.) klukkan 12:00. Við fáum einungis 65 sæti, svo það er eins gott að þið hafið hraðar hendur eða þið eigið í hættu á að missa af þessari veislu! Vonandi eru allir farnir að skoða búninga! Viðburðurinn er á föstudaginn 27. október á SPOT í Kópavogi og er verðið 1500 kr. fyrir besta búningapartý ársins! Við verðum með fleiri nemendafélögum á borð við: Curator, Flog, Hnallþóru, Tinktúra og Virtus.

Það verður búningakeppni og eru veitt verðlaun fyrir besta búning, versta búning, frumlegasta búning og besta hópbúninginn! <<< Við minnum á að það er bannað að koma í búning tengdum námi á heilbrigðisvísindasviði.>>>

P.s. Nemendafélögin ætla að bjóða uppá frían bjór á meðan birgðir endast! Ef þú missir af því, engar áhyggjur! Það verða geggjuð tilboð á barnum!