30. Nóv

Forskráning í skíðaferðina!!!

Birt þann 30. Nóv. 2017 - Lárus Jón Thorarensen

Nú er komið að þessu! Skíðaferðin verður haldin helgina 26 janúar og er því forskráning í ferðina núna. Allir sem vilja koma með þurfa að hafa hraðar hendur á, því eingöngu verður boðið uppá 30 sæti!!

Forskráningarverð er 3000kr og verður dregið af heildarupphæð þegar kemur að henni.

P.S: Nánari upplýsingar inná læksíðunni á facebook.

13. Nóv

Vísó í Hvíta húsið!

Birt þann 13. Nóv. 2017 - Lárus Jón Thorarensen

Nei við erum ekki að fara að hlusta á appelsínugula kartöflu með skúringarmoppu á hausnum. Heldur er þetta auglýsingastofa sem hefur verið mjög fræðandi og skemmtileg fyrir sálfræðinema síðustu ár! Vísó byrjar klukkan 16:00 á föstudag að Brautarholti 8.

P.s. Þetta er SÍÐASTA vísó ársins 2017 og fáum við einungis 30 sæti! Skráning klukkan 12:00 á miðvikudag.

6. Nóv

Vísó í Ölgerðina!

Birt þann 6. Nóv. 2017 - Lárus Jón Thorarensen

Þvílík veisla sem þetta verður á föstudaginn! Ölgerðin er ein stærsta og eftirsóknarverðasta vísindaferð síðustu ára. Við höfum einungis 48 sæti í boði og er mæting klukkan 17:00 í Grjótháls 7-11 (bygging Ölgerðarinnar). Engar áhyggjur, það verður nóg af ísköldum öllara og Meistari Jager verður á svæðinu til að efla félagsskapinn!

1. Nóv

Vísó til Securitas!!!

Birt þann 1. Nóv. 2017 - Lárus Jón Thorarensen

Því miður féll vísó til Dale Carnegie uppfyrir, en örvæntið ekki því við erum búin að plögga vísó til Securitas með Curator, félagi hjúkrunarfræðinema! Þau voru svo æðisleg að bjóða okkur 20 sæti!! Þetta verður svaka stuð!

Mæting er klukkan 17:00 í Skeifunni 8 á föstudag og að sjálfsögðu verður eitthvað í boði til að slökkva á þorsta viðstaddra. Bæði þorsta í fróðleik og í einn kaldann!

31. Okt

Vísindaferð til Dale Carnegie! (Féll uppfyrir!)

Birt þann 31. Okt. 2017 - Lárus Jón Thorarensen

Seinni hluti af svokölluðum "Double header" verður hjá Dale Carnegie í Ármúla 13 og hefst klukkan 17:30. Þetta er líka mjög spennandi vísó og gríðarlega góð til að brjóta aðeins ísinn og kynnast samnemendum sínum betur!