8. Nóv

Vísindaferð í Vífilfell

Birt þann 8. Nóv. 2016 - Pétur Andri Ólafsson

Föstudagurinn! Hvernig ætlum við eiginlega að toppa ruglaða ferð í Pipar, og það var fimmtudagur?!

Jú, við ætlum í heimsókn í Vífilfell!

28 sæti verða í boði þar og guð verið fljót að skrá ykkur í hana þar sem þetta er ein flott vísó! Hún verður farin með öðrum nemendafélögum og verður því fjölmenn!

Mæting er kl 17:00 í Ægisgarð sem er staðsettur úti á Granda við Reykjavíkurhöfn eða Eyjarslóð 5, 101 Reykjavík nákvæmlega, ferðinni lýkur síðan kl 19:00

Hlökkum alltof mikið til að sjá ykkur!

7. Nóv

Vísindaferð í Pipar/Tbwa

Birt þann 7. Nóv. 2016 - Sigþór Ási Þórðarson

Við ætlum að byrja vikuna á fimmtudaginn með 30 manna vísindaferð (með möguleika á fleiri sætum) á auglýsingastofuna PIPAR TBWA!

Ferðin hefst kl 17:00! Í húsnæði Pipar/Tbwa í Guðrúnartúni, 105 Reykjavík (rétt hjá Hlemmi).

Þetta er ein stærsta auglýsingastofa landsins og verður úber áhugaverð ferð, sérstaklega fyrir þau ykkar sem hafið áhuga á auglýsingasálfræði eða á starfsemi auglýsingastofa!

Athugið! Skráning lýkur á fimmtudaginn kl. 12:00

1. Nóv

Vísindaferð í Dale Carnegie!

Birt þann 1. Nóv. 2016 - Pétur Andri Ólafsson

Við erum með eitt stykki flotta vísindaferð fyrir ykkur núna á föstudaginn!

DALE CARNEGIE! Já við erum að fara að kíkja i heimsókn til fólks sem bókstaflega vinna sem pepparar! Fyrir ykkur sem þekkja ekki til Dale Carnegie, þá eru þau leiðandi fyrirtæki í þjálfun á starfsfólki víðsvegar í heiminum! Viltu vinna í sjálfstrausti i vinnu? Dale, viltu efla leiðtogahæfileika? Dale! Þetta er án efa hin merkilegasta vísindaferð, og ekki skemmir að við fáum að smakka á veitingum á meðan við fáum að kynnast þessu flotta fólki og fyrirtæki!

Það komast 28 manns að í ferðina og verður hún kl 18-20 upp í Ármúla 11 á 3 hæð!

18. Okt

Vísindaferð í GOmobile!

Birt þann 18. Okt. 2016 - Pétur Andri Ólafsson

Vísindaferð vikunnar er, myndi ég persónulega segja, í betri kantinum! GoMobile!!!

Ok ég veit ekki með ykkur, en stjórnin heldur varla vatni yfir þessari vísindaferð og getið því búist við mikilli samkeppni frá okkur! Það eru heil 58 SÆTI í boði, shit, svo fjölmennt! Ferðin er líka bókstaflega eins miðsvæðis og það gerist! Austurstræti 12 ef á að vera nákvæm/ur.

Ok spörum þetta Pepp fyrir föstudaginn og rokkum þetta.

16. Okt

HEILÓVÍN!

Birt þann 16. Okt. 2016 - Pétur Andri Ólafsson

HEILÓ VÍN HEILÓ VÍN HEILÓ VÍN!

Yo! Hér er skráning í eitt stærsta partí annarinnar, HEILÓ VÍN! En það er sameiginlegt Halloween partí heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Við erum fáránlega spennt því þetta er að sjálfsögðu búningapartí OG það verða verðlaun í boði fyrir bestu búningana.

Það er samt EIN regla…

….og það er að mæta EKKI í neinum búningum sem eru námstengdir, þannig öll ykkar sem ætlið að mæta sem Freud eða einhverjar tilraunarottur so sorry :( Partíið verður haldið á Hendrix og það mun kosta 1500kr inn! En 2500 kr fyrir þau sem eru ekki skráð í Animu!

Það má borga með millifærslu á reikning Animu með skýringunni HEILÓVÍN! Reikningsnúmer: 0311-26-001993 Kennitala: 590991-1559

Þau sem eru ekki skráð í Animu geta sent tölvupóst á anima@hi.is með skráningu þar sem fram þarf að koma nafn einstaklings!