31. Okt

Vísindaferð í Geðhjálp

Birt þann 31. Okt. 2017 - Lárus Jón Thorarensen

Fyrri hluti af þessum "Double header" verður 15:00-17:00 í Borgartúni 30 hjá Geðhjálp. Þetta er gríðarlega áhugaverð vísindaferð fyrir þá sem vilja fræðast aðeins um atvinnu eftir námið! Við hvetjum ykkur eindregið í að láta þessa ekki framhjá ykkur fara!

Já, engar áhyggjur! Ef þið viljið líka fara í Dale Carnegie vísó, þá er hún beint á eftir þessa og nægur tími til að koma sér á milli staða!

18. Okt

Heilóvín!!!

Birt þann 18. Okt. 2017 - Lárus Jón Thorarensen

Skráning í einn eftirminnilegasta viðburð síðasta árs hefst á föstudaginn (20. okt.) klukkan 12:00. Við fáum einungis 65 sæti, svo það er eins gott að þið hafið hraðar hendur eða þið eigið í hættu á að missa af þessari veislu! Vonandi eru allir farnir að skoða búninga! Viðburðurinn er á föstudaginn 27. október á SPOT í Kópavogi og er verðið 1500 kr. fyrir besta búningapartý ársins! Við verðum með fleiri nemendafélögum á borð við: Curator, Flog, Hnallþóru, Tinktúra og Virtus.

Það verður búningakeppni og eru veitt verðlaun fyrir besta búning, versta búning, frumlegasta búning og besta hópbúninginn! <<< Við minnum á að það er bannað að koma í búning tengdum námi á heilbrigðisvísindasviði.>>>

P.s. Nemendafélögin ætla að bjóða uppá frían bjór á meðan birgðir endast! Ef þú missir af því, engar áhyggjur! Það verða geggjuð tilboð á barnum!

16. Okt

Vísindaferð til Lava Cheese!

Birt þann 16. Okt. 2017 - Lárus Jón Thorarensen

Á föstudaginn ætlum við svo að kíkja á Lava Cheese. En fyrir þá sem ekki vita er þar framleitt OSTASNAKK! Ekki snakk með ostabragði heldur snakk úr osti! Hugmyndin á bakvið fyrirtækið er mjög skemmtileg og því er vissara að láta þetta ekki framhjá sér fara!

Sú vísó er klukkan 17:00 á föstudaginn í Íslenska sjávarklasanum, Grandagarði 16. Skráning í þessa vísó hefst klukkan 12:00 á miðvikudag og í henni verða 28 sæti í boði.

16. Okt

Vísindaferð til Vinstri grænna 19. okt!

Birt þann 16. Okt. 2017 - Lárus Jón Thorarensen

Á fimmtudaginn klukkan 17:00 ætlum við að kíkja á Vinstri græn í kosningamiðstöðinni þeirra sem er í Þingholtsstræti 27. Þar taka þau örstutta kynningu á þeirra málum fyrir næstu kosningar og bjóða okkur auðvitað einnig að svala þorstanum. Skráning í þessa vísó hefst klukkan 12:00 á þriðjudag og í henni verða 20 sæti.

10. Okt

Vísindaferð til Sjálfstæðisflokksins

Birt þann 10. Okt. 2017 - Lárus Jón Thorarensen

Nú er förinni heitið til Sjálfstæðisflokksins sem ætla að kynna fyrir okkur starfsemi sína. Tekið verður á móti okkur að Hlíðarsmára 19, 3. hæð klukkan 17:00 núna föstudaginn 13 október. Skráning hefst á slaginu 12:00 miðvikudaginn 11. október.

P.S. Þið sem eruð á fyrsta ári og viljið fara í vísó, þið getið skráð ykkur og mætt bara örlítið of seint.

P.S.S. Hver veit nema að Bjarni taki okkur í einkakennslu í bakstri á dýrindis köku!