12. Okt

Smáratívolí!!!

Birt þann 12. Okt. 2016 - Pétur Andri Ólafsson

Ha? Sagði einhver vísó?!

Á föstudaginn kl 20:00 verður förinni haldið í SmáraTívólí!

Þar verður stanslaust stuð í 2 tíma og fáum við að hlaupa um svæðið og endurupplifa okkar æsku og innri nörd (+1 frír bjór og mega næs tilboð á barnum). Stuðið heldur svo áfram á okkar ástkæra heimabar Austur. Eins og áður, ef ykkur langar í far þá kostar það litlar 350 krónur Skráning verður, eins og alltaf, stundvíslega kl 12:00 á anima.hi.is og verða 28 sæti í boði í þessa veislu!!

Ekki láta ykkur vanta í þessu frábæru ferð, sjáumst ofurhress!!

4. Okt

Vísindaferð í Neyðarlínuna

Birt þann 4. Okt. 2016 - Pétur Andri Ólafsson

Jæja kiddos! Hvað segiði, vísó á föstudaginn?!

Núna 7. október verður ferðinni heitið í Neyðarlinuna 112! Þetta er æðislega spennandi og fræðandi vísindaferð sem leyfir okkur að rýna í starfsemi einnar mikilvægustu þjónustu sem finnst á landinu!

Mæting er í Skógarhlíð 14, kl 17:30 og lýkur ferðinni kl 19:30. Eftir það förum við öll saman á okkar ástkæra heimabar AUSTUR.

Hlökkum til að sjá ykkur!!

26. Sept

Óvissuferð Animu

Birt þann 26. Sept. 2016 - Pétur Andri Ólafsson

ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ!

Komið að hverju?!

NÚ ÓVISSUFERÐ ANIMU!

Á laugardaginn 1 október höldum við uppi óvissudagskrá frá kl 9 á morgni til 9 um kvöldið! 12 FOKKING TÍMAR AF MADNESS.

Verð: Animumeðlimir: 5.000 kr (ganga fyrir) --- óAnimumeðlimir: 6.000 kr Hafið í huga að þetta verð inniheldur mat, áfengi og endalausa skemmtun!

Mæting verður á Háskólatorgi stundvíslega! Frábær leið til að losa sig undan stressi Almennu prófsins sem er á föstudaginn!

SJÁUMST Í STUÐI!

KV ANIMA

13. Sept

Vísindaferð í Vinstri Græna

Birt þann 13. Sept. 2016 - Pétur Andri Ólafsson

Komiði sæl börnin góð!

Á föstudaginn hefst fyrsta vísindaferð vetrarins! (vúhúúú!). Í ljósi komandi kosninga munum við kíkja til stjórnmálaflokka á næstunni og byrjum við hjá Vinstri Grænum. Það er mæting kl 17:00 á Túngötu 14, Hallveigarstöðum. Það verða veitingar í boði (bjór, hvítt/rautt, gos og kolsýrt vatn), ferðinni lýkur svo um 19:00 og ætlum við þá að fjölmenna á Austur.

Hlökkum til að sjá ykkur!