6. Okt

Óvissuferð Animu 14. okt!

Birt þann 6. Okt. 2017 - Lárus Jón Thorarensen

VÁ! Þá er komið að því, einn eftirminnilegasti viðburður skólaársins eða svona mis eftirminnilegur fyrir fólk. En það er þó alltaf gaman! Óvissuferðin verður laugardaginn 14.október. Dagurinn hefst 9:30 að morgni og endar á miklu djammi í down town REYKJAVÍK!

Upplýsingar um verð koma fljótlega inn en það verður mjög hagstætt miðað við alla þá skemmtun sem troðið verður inn í þennan dag!

P.S. Þemað er "WHITE TRASH".

5. Okt

Vísindaferð til Árvakurs

Birt þann 5. Okt. 2017 - Hafsteinn Ragnarsson

Vísindaferðin þennan föstudag hefur verið breytt. Við erum á leiðinni til Árvakurs!

Þessi vísó er sérstaklega hönnuð fyrir áfengisþyrsta og fróðleiksfúsa! Árvakur, eins og margir vita, er útgáfufélag Morgunblaðsins. Þau ætla að kynna okkur fyrir starfsemi þeirra og skipulagi, ásamt því að bjóða okkur upp á áfengi og veitingar.

Mæting er klukkan 17 upp í Hádegismóa 2, 110 Reykjavík. Þetta er Morgunblaðshúsinu fræga, en vísindaferðin verður í minna húsinu. Martin og Hafsteinn verða vísóstjórar í þetta skiptið. Endilega heyrið í þeim á facebook ef það er eitthvað að (villist, týnist, finnið ekki skóinn ykkar).

Aðeins 25 sæti eru laus svo það er um að gera að skrá sig sem fyrst!

3. Okt

Vísindaferð til félags Sameinuðu Þjóðanna

Birt þann 3. Okt. 2017 - Lárus Jón Thorarensen

Þessi vísó er sérstaklega hönnuð fyrir námsþyrsta og fróðleiksfúsa! Förinni er heitið til félags sameinuðu þjóðanna á Íslandi og ætla þau að kynna fyrir okkur sína starfsemi. Allir sem hafa áhuga á hjálparstörfum og vilja kynna sér þau betur ættu ekki að láta þetta framhjá sér fara!

Skráning hefst klukkan 12:00 á morgun, miðvikudaginn 4. október.

P.s. Í þessari vísó verða ekki áfengar veigar. En það verður boðið uppá léttar veitingar og mjög fróðlega innsýn í félagið.

26. Sept

Fyrsta vísó vetrarins er hjá Pírötum!

Birt þann 26. Sept. 2017 - Lárus Jón Thorarensen

Nú er fyrsta vísindaferðin að bresta á og ætla Píratar að taka okkur opnum örmum og kynna sig og sín málefni fyrir komandi kosningar. Í boði eru 28 sæti, svo það er um að gera að vera í startholunum á refresh þegar klukkan slær 12:00 á morgun (27.sept).

Mæting er kl. 17:00 á föstudag (29. sept) í Síðumúla 23.

Sjáumst hress!