15. Mar

Pílukvöld Animu!

Birt þann 15. Mar. 2021 - Ari Alexander Fernandes

Á föstudaginn verður svaka fjör því Anima ætlar að halda pílumót!

Spilum pílu milli 20-23 hjá Bullseye (Snorrabraut 37). Pílan kostar 2000kr en geta allir Animulingar mætt og haft það huggulegt í hópi góðra vina. Fyrsti bjórinn er í boði Animu en svo fáum við boltaverð á bjórnum.

Mælum með að fá ykkur að borða og koma síðan samferða <3

8. Mar

Utanbæjarferð Animu!

Birt þann 8. Mar. 2021 - Ari Alexander Fernandes

ATH: Þeir sem voru skráðir í skíðaferðina þurfa EKKI að skrá sig núna :)

Kitlar þig í djammkirtlana? Langar þig gott djamm með góðu fólki? Kannski í félagsheimili út á landi? Kannski yfir nótt? Þá er þér velkomið að mæta í Utanbæjarferð Animu 2021! 🥰🥳🤩😘🤪😇😎😂 Förinni er heitið í félagsheimilið Lyngbrekku, 10 mín frá Borgarnesi, u.þ.b. klukkustund frá Reykjavík. Takmarkað magn af Tuborg Grön í boð🍺 Pizzaveisla um kvöldið🍕(þið reddið öðrum mat) Drykkuleikir, skemmtanir og almennt fjör!🥳 Mæta með dýnur og svefnpoka/sæng ef þið gistið😴 Sameinið í bíla🚗 (skjal með bílum kemur síðar) Ókeypis Animulingum!

1. Mar

Hvíta Húsið Vísó!

Birt þann 1. Mar. 2021 - Ari Alexander Fernandes

📣HÖLDUM GLEÐINNI ÁFRAM📣 Á föstudaginn ætlum við í næstu vísindaferð!🥳 Að þessu sinni heimsækjum við Hvíta húsið, en ekki í bandaríkjunum! Heldur er það auglýsingarstofan í Brautarholti 8 ✨ Veitingar í fljótandi formi verða í boði ásamt góðu mönsi! Við hvetjum ykkur þó að koma með ykkar eigin drykki ef þið eruð þyrst🤤 🧃 Skráning hefst eins og vanalega á miðvikudaginn kl. 12 😉 sjáumst!

23. Feb

Losti Vísó!

Birt þann 23. Feb. 2021 - Ari Alexander Fernandes

JÆJA NÚNA ER LOKSINS LOKSINS LOKSINS KOMIÐ AÐ ÞVÍ! Fyrsta vísindaferð ársins er 26.febrúar! Veislan hefst klukkan 18:00 og klárast 20:00, það verða veitingar í boði í fljótandi formi en það má líka taka með sitt eigið. Losti er staðsettur í Borgartúni 3,

19. Jan

Lukkupottur Animu!

Birt þann 19. Jan. 2021 - Ari Alexander Fernandes

Skráið ykkur í lukkupott Animu til þess að eiga möguleika að fá vænlegan vinning á næsta pubquizi Animu!