Viðburður

Árshátíð Animu

Jæja kæra sálfræðifólk, þá er komið að því.

Stærsti viðburður Animu, árshátíðin, verður haldin hátíðlegur þann 2. mars og við búumst við að sjá ykkur öll í ykkar fínasta pússi. Þemað í ár er gull og silfur.

Við byrjum veisluna með því að opna hurðar kl. 18 og höfum léttan fordrykk meðan við komum okkur til borðs.

Upp úr því hefst svo dásamleg þriggja rétta máltíð, en við erum að bjóða upp á eftirfarandi:

Matseðill:

Forréttur:
Villisveppasúpa

Aðalréttur:
Appelsínu marineraðar kalkúnabringur
Hægeldað nauta ribeye (í 24 klst)
Madeira sósa
Kartöflugratín
Blandað salat með berjum, rauðlauk, ristuðum puruhnetum og granateplum
Spínat og rauðkál salat með kirsuberja tómötum, fetaosti og kantalópum
Blandað rótargrænmeti með spínati og balsamic

Eftirréttur:
Karamellu súkkulaðimús með núgat miðju og hindberja crumble

VEGAN matseðill:

Forréttur:
Villisveppasúpa

Aðalréttur:
Hnetusteik með jarðeplum, karrý, höfrum
Villisveppasósa
Blandað salat með berjum, rauðlauk, ristuðum puruhnetum og granateplum
Blandað rótargrænmeti með spínati og balsamic

Eftirréttur:
Eplakaka með karamellu hjúp.

Úff, maður verður bara svangur við að lesa þetta. Gott að jafna þetta magn hágæða snæðis með eðal guðaveigum, en Animubarinn verður að sjálfsögðu á staðnum (hjólið og alles) og við búumst ekki við öðru en að þið gerið ykkar besta til að tæma byrgðir, þó að það sé að sjálfsögðu nóg til og það megi mæta með sitt. Til að aðstoða ykkur við að létta barinn verðum við að sjálfsögðu með alvöru partý eftir mat (kl. 21:00). Með okkur yfir kvöldið er engin önnur en DJ RASLEY, sem mun halda okkur á tánum milli þess sem að CLUBDUB koma og rispa í okkur raddböndin, og PATRI!K kemur og klárar þau alveg. Hægt og rólega förum við svo að tínast úr húsi þar sem við endum þessa veislu kl 01:00, en við búumst við að hitta ykkur á djamminu þar sem að við komum til með að skilja ykkur eftir í toppstuði. Veislustjóri kvöldsins er okkar allra besta Birna Rún Eiríksdóttir.

Miðaverð eru eftirfarandi:

Miðaverð fyrir meðlimi Animu er 12.000 kr.
Miðaverð fyrir aðra er 14.000 kr.

Sumum finnst þó matur einfaldlega ekki góður, en ekkert mál því við hugsum í lausnum:

Miðaverð eingöngu í partíið og ekki í mat eru eftirfarandi:

Miðaverð í partýið fyrir meðlimi Animu er 5.000 kr.
Miðaverð í partýið fyrir aðra er 6.000 kr.

Þessir aðilar mæta kl. 21:00 og við skellum hurðum 22:00.

Auðvitað er öllum boðið á árshátíðina gefið að þeir borga (áfram kapítalismi) en skráningu lýkur 12:00 fimmtudaginn 29. feb ef svo ólíklega vill til að skráning fyllist ekki fyrir það.

Linkur á skráningu er hér: https://forms.gle/5G2cH5fq2iGDBJgeA

Drífið ykkur því það eru takmörkuð pláss í boði!

Ekki er hægt að fá endurgreiðslu en hægt er að áframselja miðann og breyta nafninu á miðanum. Endilega auglýsið þá inni á eventinu á Facebook.

Smiðjuvegur 1, 200 Kópavogur
Lau 2. Mar til Sun 3. Mar
Engin skráning