Fréttir & Viðburðir

Vísó

Blush-vísó

Vilt þú læra um unað og undur heimsins?

Blush hefur boðið animulingum á vísó næstkomandi föstudag 29. september! Búast má við fjöri og fróðleik, ásamt fljótandi veitingum á borð við bjór og bara.

Vísóstjórar eru Andrea Rós (6154058) og Una Stefáns (6984862). Heyrið í þeim til að tilkynna forföll eða annað! MJÖG mikilvægt að tilkynna forföll til að sleppa við svarta listann (grr).

Dalvegur 32b
Föstudag 29. Sep - 18:00 til 19:30
Skráningu lokið
Skráðir: 70 af 33
Sjá viðburð

Viðburður

Almennubjór

Hvað er betra en einn ískaldur bjór eftir erfitt próf. (eða margir ískaldir bjórar)

Núna á föstudaginn eftir fyrsta almennuprófið er nýnemum boðið að mæta á kjallarann og drekka frían bjór beint eftir prófið. Erum með frátekin sæti fyrir ofan gryfjuna (SHÍ Víso á sama tíma) frá kl. 17:00. Klukkan 17:30 byrjum við með fría bjórinn en þið þurfið að finna einhvern í stjórninni sem merkir á ykkur hendina til þess að geta fengið bjór. Hlakka til að sjá ykkur, þið rústið prófinu.

Stúdentakjallarinn
Föstudag 22. Sep - 17:00 til 21:00
Engin skráning
Sjá viðburð

Viðburður

Secret Party

Bríet kemur að spila. Kemur seinna í ljós hvað þetta er og hvar þetta er. Mikilvægt að vera mættur fyrir kl. 20.

Kemur í ljós, ef þið skráið ykkur
Miðvikudag 20. Sep - 19:30 til 23:00
Skráningu lokið
Skráðir: 19 af 20
Sjá viðburð

Viðburður

Haustkosningar 2023

VERTU MEÐ Í STJÓRN ANIMU!

Næst komandi föstudag (15. sept) ætlum við að hittast í Kiwanis salnum og kjósa nýja meðlimi í stjórn Animu! Boðið verður upp á Tuborg grön fyrir alla þá sem mæta!

Í stjórn Animu hefur einstaklingur tækifæri á að hafa áhrif á félagslífið okkar í sálfræðinni út árið. Ef þú telur þig geta spilað lykilhlutverk í stjórninni þá ættir þú hiklaust að sækja um í stjórn Animu!

Smiðjuvegur 13a
Föstudag 15. Sep - 20:00 til 12:00
Engin skráning
Sjá viðburð

Vísó

Vísó hjá Landspítalanum

Fyrsta Vísó ársins!!!!!!

Já þið heyrðuð það rétt elskurnar mínar!!
Boðið verður uppá snakk, gos og vín ásamt kahoot, áhugaverðri fræðslu og spjalli!!
Þetta verður algjör veisla, og mjög áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á að fara klínísku leiðina í framtíðinni

Vísóstjórar eru Patrycja Lazarek (7746416) og Una Aðalsteinsdóttir (8573099). Heyrið í þeim með spurningar eða tilkynningu um forföll! Ef þið komist ekki og látið ekki vita áður þá farið þið á svarta listann og megið ekki mæta á næsta viðburð

Kosningapartý verður eftirá í Kiwanis salnum á Smiðjuvegi 13a
Allir velkomnir þótt þið séuð ekki að bjóða ykkur fram, og einnig ef þið náðuð ekki að skrá ykkur á vísóið. UM AÐ GERA AÐ MÆTA BARA OG HAFA GAMAN MEÐ ÖÐRUM ANIMULINGUM

Ef þið eruð á bíl og eruð með laus sæti til að fara á kosningarnar, endilega skráið bílana hér fyrir neðan!

Skaftahlíð 24
Föstudag 15. Sep - 17:00 til 19:00
Skráningu lokið
Skráðir: 52 af 48
Sjá viðburð

Viðburður

Nýnemadagur Animu

Kæru nýnemar í sálfræði við Háskóla Íslands. Nú er loksins komið að þeim degi sem allir eru búnir að bíða eftir....nýnemadagurinn!
Hann mun eiga sér stað 1. september klukkan 16:30 (óvæntur glaðningur í boði fyrir þá sem mæta tímalega) þar sem þið þurfið bara að mæta með gott skap og klædd eftir veðri!! Við sjáum um rest
Það sem boðið verður uppá á nýnemadaginn fyrir þá sem skrá sig og mæta er auðvitað Tuborg Grön og gos í boði Ölgerðar, pizzaveisla í boði Dominos ,gríðaleg skemmtun, fjör og geggjað djamm!

Fólki verður skipt í nokkra hópa og farið í ýmsa leiki á stöðvum á háskólasvæðinu

Nýnemadagurinn er besta tækifæri til þess að kynnast fólki sem er með ykkur í námi og mynda ný vinatengsl fyrir komandi ár sem gerir námið skemmtilegra og einfaldara!

Endilega skráið ykkur hér fyrir neðan því þið viljið ekki missa af þessu!! skráningin er hafin!
https://docs.google.com/.../1FAIpQLSdqCRYSoUde3I.../viewform

Samstarfsaðilar: Ölgerðin, Redbull, Dominos.

See less

Oddi
Fös 1. Sep til Þri 1. Ág
Engin skráning
Sjá viðburð